Ég hef engan áhuga á, hvort Egill Gillz fer í trekant eða ekki, hef aldrei ritað um þessi dómsmál hans. Hins vegar hef ég um tíðina fylgzt með skrifum hans. Þau hafa verið óvenjulega ógeðfelld. Hann hefur ætíð komið mér fyrir sjónir sem óvenjulega þreytandi eintak. Ég er hissa á, að feður telji bækur hans hafa uppeldisgildi. Er hissa á, að hann sjái ekki að sér. Er hissa á, að hann trani sér fram opinberlega sem eins konar uppeldispostuli. Mest eg þó hissa á, að fávitar í Vestmannaeyjum og Reykjanesbæ fái hann til að stýra samkomu. Mér finnst það bera vott um alvarlega brenglun í hugarfari þeirra.