Það framkvæmda vill oft haldast, þótt það sé umdeilt. Minna svigrúm er til að vinda ofan af því gerða heldur en að hindra, að það sé gert. Sá, sem hefur frumkvæði, sigrar oft þann sem stígur varlegar til jarðar. Þetta er þema ráðherra Framsóknar í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þeir gera það, sem hefði átt að fara hefðbundna leið, til dæmis um alþingi. Utanríkis rýfur viðræður við Evrópu án ákvörðunar þings. Umhverfis rífur rammaáætlun án ákvörðunar alþingis. Forsætis hótar ítrekað greiðslum í forsendubrest, en Sjálfstæðisflokkur er þögull. Titringur eykst í samstarfinu, springur það?