Pia Kjærsgård hefur sett saman stefnuskrá danska þjóðrembuflokksins. Leggur áherzlu á, að vonda ríkisstjórnin í Danmörku sé skipuð fólki, sem drekki café latte og gangi í hönnuðum tízkufötum. Þetta feli í sér eitraða árás á dönsk gildi og spanni daður við Evrópu og við útlenda glæpamenn. Latte-fólk hafni svínakjöti og jólatrjám, sem séu dönsk og góð gildi. Það dragi taum höfuðborgar gegn landsbyggð. Þessi elíta vilji innflutning útlendinga og grafi undan samfélagsgerðinni. Mér sýnist þetta vera tilvalin stefnuskrá fyrir Framsókn, síðan hún gerðist þjóðrembuflokkur yzt á hægri jaðrinum.