Takmörk hljóta að vera fyrir því, hversu lengi Framsókn getur valtað yfir Sjálfstæðis í stjórnarsamstarfi. Sumir ráðherrar Framsóknar láta eins og naut í flagi. Einkum eru það utanríkis- og umhverfisráðherrar, en einnig sparnaðarnefndarmenn. Bjarni Benediktsson talaði um flatan niðurskurð, en þá komu nefndarmenn og sögðu hann verða misjafnan. Margir sjálfstæðismenn eru ósáttir við, að utanríkis fari á svig við lög í meðferð Evrópumálsins. Sumir þeirra telja nokkuð frekt hjá umhverfis að setja alla rammaáætlun orku og umhverfis beinlínis á hvolf. Hvað svo með heimsins dýrasta kosningaloforð?