Ný ríkisstjórn hefur lækkað skatttekjur ríkisins til að hjálpa kvótagreifum og öðrum auðgreifum. Samt verður hún að bregðast við hruni Landspítalans. Hann getur ekki lengur sinnt hlutverki sínu og siglir hraðbyri í átt til þriðja flokks spítala. Því miður er líf og heilsa þjóðarinnar ekki efst á forgangslista stjórnarinnar. Þar eru greiðslur til sukkara, sem reistu sér hurðarás um öxl í húsnæði. Að svo miklu leyti sem ríkið getur náð peningum út úr gömlu bönkunum, eiga þeir að fara í heilsu og menntun, ekki í gjafir á borð við þær, sem ríkisstjórnin hefur þegar fært kvótagreifum og auðgreifum.