Setjið slár á vegina

Punktar

Ungt fólk fylgist ekki reglulega með fréttum og fréttafíklum fækkar. Einu sinni vissu allir, hvað var í hádegisfréttum útvarps og vissu um aðvífandi óveður. Ekki lengur. Margir vita ekkert um viðvaranir, þegar þeir leggja í hann. Enn frekar gildir þetta um útlendinga á illa búnum bílaleigubílum. Þeir vita ekkert, hvað er í aðsigi. Því er ekki nóg að birta viðvaranir eða setja upp skilti. Setja þarf upp slár, sem hægt er að láta loka vegum, þegar þeir eru taldir ófærir. Sama gildir um sumarvegi á hálendinu. Tíðar fréttir af tjóni á bílum og ferðafólki í lífshættu eiga að hafa vit fyrir kerfinu.