Bara ein leiðrétting

Punktar

Fjölmiðlar og þingmenn virðast hissa á, að skuldarar fái ekki nema eina leiðréttingu á svokölluðum “forsendubresti”. Frosti Sigurjónsson leiðrétti þetta á þingi í gær. Breytingin frá fyrra ástandi sé sú, að þeir, sem áður fengu ekki leiðréttingu, fái hana í vetur. Í fjárlögum næsta árs verður gert ráð fyrir upphæðum inn og út. Þær fela í sér, að gömlu bankarnir borgi allt, þótt ekki sé byrjað að semja við þá. Kannski gerist það með eignarnámi í þrotabúunum. Þetta verður spennandi gósentími lagatækna. Bara á að laga stöðu þeirra, er standa betur, enda standa þeir nær hjarta Sigmundar Davíðs og Bjarna.