Velferð eða réttlæti

Punktar

Þetta er ekkert flókið. Fyrrverandi ríkisstjórn taldi, að rétta þyrfti hag þeirra skuldara, sem stóðu verst eftir hrunið. Dæmigerð velferðarhugsun. Núverandi ríkisstjórn telur, að leiðrétta beri “forsendubrest” ALLRA, líka hinna, sem breiðari hafa bökin. Dæmigerð réttlætishugsun. Annars vegar var velferðarstefna og hins vegar er réttlætisstefna. Kjósendur höfnuðu í vor fyrri leiðinni og völdu hina síðari, sem kostar þrefalt. Margir hafa líklega gert það vegna misskilnings á loforði Framsóknar. Þeir vakna upp við, að Framsókn styður helzt gráðuga fólkið, en síður þá, er lepja dauðann úr skel.