Kosturinn við herforingjastjórnir í miðausturlöndum, líklega sá eini, er, að þær vernda minnihlutahópa gegn trúarofstæki. Frægasta dæmið er Tyrkland, þar sem herinn heldur hlífiskildi yfir gyðingum, kúrdum og armenum, sem sumir múslimar vilja feiga. Íslamistar í Tyrklandi hafa ekki rofið þessa vernd. Öðru máli gegnir um Egyptaland, þar sem íslamistar byrjuðu strax að ofsækja kristna, þegar þeir náðu völdum. Nú hefur herinn þar aftur tekið völdin og kristnum er heldur rórra. Í Sýrlandi hefur herforingjastjórn Assad verndað kristna, en alltof margir uppreisnarmanna vilja helzt útrýma slíku fólki.