Björn Ingi Hrafnsson má hafa skoðanir eins og aðrir. Hans sérstaða er að koma hvergi fram undir nafni. Notar á Pressunni dulnefni á borð við Orðið á götunni eða Kaffistofan. Frekar óttaslegið framferði, þótt Framsókn sé. Eins og hann sé í bráðri hættu. Gamall blaðurfulltrúi formanna Framsóknar er enn að verki, þótt hann sé í felulitum sem útgefandi Pressunnar. Viðfangsefni BInga er núna að telja okkur trú um, að formaðurinn og Bjarni Ben gangi í takt. Vísar þar í stjórnarsáttmála, sem menn eru sammála um að skilja hver á sinn hátt. Jafnvel Frosti hefur sinn vinkil, sem menn skilja ekki heldur.