Meðal annars fyrir tilstilli Morgunblaðsins verður flugvöllurinn aðalmálið í prófkjöri sjálfstæðis. Gegnum nálaraugað munu þeir einir komast, sem vilja af fullri hörku hafa völlinn þar sem hann er. Sumir frambjóðendur verða því að hafa hraðar hendur við að skipta um skoðun. Úr því verður óvígur her, sem mun að óbreyttu valta yfir núverandi meirihluta, sem þó hefur nokkra mánuði til að skipta um skoðun. En kratar hugsa hægt og eiga erfitt með að skilja hugtakið forsendubrest. Líklega munu þeir fljóta sofandi að feigðarósi að vori eins og þeir gerðu í vor í skuldamálum fólks. Nú orðið gerast hlutir hratt.