Leti og mannhatur

Punktar

Enn einu sinni vekur Útlendingastofnun athygli fyrir leti og mannhatur. Saga Romylyn Patty Faigane er skelfileg. Langvinnar tilraunir til að fá leyfi til að búa hér hjá móður sinni fara út um þúfur. Syfjuðu og lögfræðiskóluðu íhaldskerlingarnar í Útlendingastofnun eru meira en ár að svara bréfum. Þær vita ekkert í sinn haus og biðja sífellt um sömu skírteinin aftur og aftur. Þetta er eins og í skáldsögu eftir Franz Kafka. Nú hafa aðstandendur Faigane gefizt upp og hún er farin. Kristín Völundardóttir forstjóri hlýtur að vera stolt af íhaldskerlingum sínum. Er ekki hægt að leggja þessa stofnun niður?