Sé hugtak forsendubrests skoðað nánar, standa margir nær réttlætinu en þeir, sem ginu yfir of stóru húsnæði. Húseigendur hafa almennt orðið fyrir 29% verðmætisbresti. Launafólk hefur almennt orðið fyrir 30% tekjubresti. Þjóðin í heild hefur orðið fyrir 35% gengisbresti. Það er til ýmis forsendubrestur. Þegar er búið að gera ýmislegt til að lina vanda fátækustu íbúðaskuldaranna. Framsókn hyggst láta örlætið ganga líka til tekjuhárra, sem ginu yfir of stóru húsnæði. Hugtakið forsendubrestur er í tízku, en leiðir mjög fljótt í ógöngur. Betra er að beita venjulegum aðferðum velferðar við vanda skuldara.