Réttlæti sjálfhverfra

Punktar

Með aukinni sjálfhverfu eykst þörf fólks fyrir að njóta réttlætis. Fólk telur sig eiga rétt á að vera miðpunkturinn. Að geta farið beint úr skóla í vel borgaða vinnu og geta fengið 100% lán í 400 fermetra húsnæði. Einn nemenda minna sagðist eiga skilið hærri einkunn, því að hann hefði fengið hátt í skóla. Sumt af þessu fólki býr við skert veruleikaskyn og telur sér alla vegi færa. Svo þegar einn af mörgum jarðskjálftum hagsögunnar spillir fjárhag allra, hrópar sukkfólkið “forsendubrestur forsendubrestur”. Heimtar, að vikið sé frá velferðarstefnu yfir í “réttlæti” fyrir hina sjálfhverfu.