Þolir ekki hópefli

Punktar

Mikið skil ég Brynjar Níelsson vel. Hann þolir ekki hópefli, ekki einu sinni hópefli þingmanna ríkisstjórnarinnar á Nesjavöllum. “Ég hef engan sérstakan húmor fyrir svona uppákomum en ég var neyddur til að fara og taka þátt … En sem betur fer þurftum við ekki að gista og fórum heim um nóttina.” Minnir mig á hópefli, sem Eyjólfur Sveinsson stóð fyrir á Leirubakka. Þar áttu DV starfsmenn að stilla saman strengi, auglýsingamenn og blaðamenn. Auðvitað víðáttu-vitlaust. Ég passaði mig á að geta komizt undan á eigin bíl. Í sumum starfsgreinum er hópefli ekki við hæfi. Einmitt í lýðræðislegri starfsemi.