Verði flugvöllurinn í Vatnsmýri lagður niður, vil ég, að innanlandsflug sé flutt til Keflavíkurvallar. Að völlur og innviðir séu þar notaðir, en ekki lagður kostnaður í nýjan flugvöll. Hef enga trú á, að fólk tapi heilsu á að lenda ekki við hlið Landspítalans. Gildi flugvallarins er hins vegar allt annað. Hann hindrar ráðagerðir um þétta byggð í Vatnsmýri. Þétting byggðar er hvarvetna til vandræða. Hún leiðir til óánægju íbúa og mótmæla þeirra, sem lenda svo í málaferlum. Við þurfum meira af opnum svæðum og sambandi við náttúruna. Ekki stælingu á borgum, sem áður var troðið innan við borgarmúra.