Lítið dæmi um bullið, sem vellur upp úr forsætisráðherra, þegar hann lýgur ekki beinlínis: Hann segir oddamenn vinnumarkaðarins aðeins vera þrjá menn, sem ekki tali fyrir aðra, bara fyrir sig. Eru þeir þó valdir af fulltrúum, sem kosnir eru í félögum. Nákvæmlega eins og forsætisráðherra er valinn af kosnum þingfulltrúum. Talar þá Sigmundur Davíð ekki fyrir ríkið, bara fyrir sjálfan sig? Þannig má rekja sig eftir ræðum hans, þær eru samhengislítill flaumur orða, svokölluð munnræpa. Kerlingum finnst gott að heyra strákinn tala djúpt niður í hálsinn, finnst hann ábyrgur. Er þó bara lyginn bullari.