Að skammstöfuninni SDG frátalinni segist forsætisráðherra andvígur flestum skammstöfunum: Hann hefur “ekki miklar áhyggjur af því hvað hinum og þessum skammstöfunum finnst um þetta frumvarp”. Þannig lýsti hann fjölþjóðlegum björgunarsveitum í fjármálum, svo sem Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Efnahags- og framfarastofnuninni. Nú lýsir hann á sama hátt aðilum vinnumarkaðarins, Alþýðusambandinu, Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði. Þetta er nokkuð bratt hjá hraðlygnum strák, sem þekktur er af óskiljanlegum ræðum, þar sem orð eru hengd saman án samhengis. Hroki fer fáum vel og SDG einkar illa.