Bófar rústa spítala

Punktar

Björn Zoëga forstjóri hyggst ekki taka þátt í að hrinda Landspítalanum fram af brúninni. Hann er hættur. Hefur séð fjárlagafrumvarp bófanna, sem notuðu spítalaféð í annað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson bera alla ábyrgð á þessu ástandi. Eyddu sumrinu í að gefa kvótagreifum eftir auðlindarentu og öðrum greifum auðlegðarskatt. En settu öll framfaramál almennings í nefndir og nefndanefndir. Þeir geta ekki kennt neinum öðrum um fall Landspítalans fram af brúninni. Sumarsukk bófanna tveggja er margfalt meira en sem nemur fjárþörf hans. Þeir einir hrinda Landspítalanum fram af.