Skipti um skoðun

Punktar

Sigmundur Davíð kom frá London sem breyttur maður. Þar hlógu útlendingarnir, þegar hann sagði þeim að koma með peninga til Íslands. Vilja ekki festa fé í krónufrysti. Forsætis fór hingað kominn beint í sjónvarpið og sagði okkur ekki þurfa erlenda peninga. Erlent áhættufé væri næsti bær við erlend lán. Betra væri að nota innlenda peninga, til dæmis fé lífeyrissjóða. Svo sagði þessi formaður stóriðjuflokks, að fremur þyrfti að efla sprotafyrirtæki. Snerist á punktinum. Er hann orðinn vinstri grænn? Auðvitað á þjóðin fyrst og fremst að fagna, að Sigmundur Davíð getur skipt um skoðun á punktinum.