Fyrirheitna landið

Punktar

Fyrirheitna landið er afar ólíkt landi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það er land án vaxandi stéttaskiptingar, án fátækrafjötra, án þess að fólk þurfi að neita sér um sjúkrahjálp, án biðraða eftir mat. Það er land, þar sem ekki er linnulaust logið að fólki og byggðir upp gerviheimar og sýndarheimar. Það er land, þar sem þjóðarviljinn er ekki sífellt vanvirtur og þar sem þjóðin fær sína eigin stjórnarskrá. Á móti þessu býður Sigmundur Davíð útvatnaða og spillta þjóðrembu, þar sem þjóðin flykkir sér um fremsta bófann. Og gefur honum frið til að þjóna hag hinna fáu, sem hafa öll gögn og gæði af landinu.