Afskaffa Sérstakan

Punktar

Ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram að gæta hagsmuna fjárhaldsmanna sinna. Búnir að lækka auðlindarentuna og losna við auðlegðarskattinn. Næsta skref er að afskaffa embætti Sérstaks saksóknara. Þetta er í samræmi við spá Evu Joly á sínum tíma. Fjárveitingar til embættisins eru í fjárlagafrumvarpi skornar niður um helming. Stjórnarliðið segir skynsamlegra að horfa fram á veginn heldur en að velta sér upp úr fortíðinni. Markmiðið er, að málaferli gegn gerendum hrunsins veslist upp og fyrnist, verði að engu. Mikilvægt skref í átt til nýrrar söguskoðunar, sem strikar yfir hrunið. Hvaða hrun?