Í örfáum orðum sagt

Punktar

Fyrir kosningar var kjarninn í loforðum Sjálfstæðisflokksins þessi: “Alls konar fyrir aumingja”. Kjarninn hjá Framsókn var þessi: “Allt fyrir aumingja í grænum hvelli”. Eftir kosningar breyttist þetta í: “Allt fyrir auðjöfra”. Og fjárlagafrumvarpið felur í sér þessa staðreynd: “Ekkert fyrir aumingja”. Sumum sjálfstæðismönnum finnst ekki nóg að gert. Meining þeirra er þessi: Okkur tókst að ljúga okkur inn á aumingjana og nú skulum við láta hné fylgja kviði: “Útaf með aumingja. Látum helvítin borga fyrir sig.” Heiðrún Lind Marteinsdóttir, stjórnarmaður Seðlabankans, heimtar blóðugan niðurskurð.