Aðdragandi hrunsins einkenndist af fastri taktgöngu. Skortur á gagnrýni var forsendna hrunsins, segir í sannleiksskýrslunni frægu. Gagnrýnendur voru smáðir og Þorgerður Katrín vildi þvinga danskan bankamann í endurhæfingu. Sigmundur Davíð vill endurvekja þessa yndislegu tíma, þegar þjóðin talaði einum rómi. Og trúði í rauninni, að Íslendingar væru fremstir og beztir allra, samkvæmt predikunum Ólafs Ragnars Grímssonar. Sigmundur Davíð mun senn sníða sér skikkju úr þjóðfánanum og láta hátalara spila ættjarðarlög, hvar sem hann fer. Slíðrið sverð yðar og látið yfirbófann einan hafa orðið.