Eðlilegt er, að Vladimir Pútín sé tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels. Þar sem Barack Obama gat fengið verðlaunin, ætti líka Pútín að geta fengið þau. Síðan geta aðrir snillingar komið í röðum, Bashar Assad og Silvio Berlusconi til dæmis. Eða Alexander Lukashenko og Robert Mugabe. Kim Jong Il og Tamim Hamad al Thani, kóngurinn, sem baðar heimsfótboltann í Quatar í blóði tuga byggingarþræla. Engin vestræn stofnun á Vesturlöndum hefur orðið sér til eins mikillar skammar og Nóbels-nefnd norska Stórþingsins. Hún er vís til að veita Pútín verðlaunin í von um, að hann skáni. Sú var líka vonin með Obama.