Verði kjör lækna bætt með auknum einkarekstri heilsuþjónustu, mun kostnaður þjónustunnar hækka. Mismuninn munu sjúklingar greiða, því að ríkið hefur ekki ráð á að borga meira. Þetta verður eins og það er í tannlækningunum og eins og það er í Bandaríkjunum. Í báðum tilvikum er þjónustan lakari en í Norður-Evrópu, þar sem heilsuþjónusta er nærri 100% ríkisrekin. Við fáum þjónustu að bandarískum hætti, verri og dýrari þjónustu. Einkavæðingarmenn eru að hefja áróður fyrir, að heilsuvandinn verði leystur á þennan ofurdýra bandaríska hátt. Þar með verður stéttaskiptingu lyft í áður óþekktar hæðir.