Þar eru peningarnir

Punktar

Ríkisstjórnin þarf að falla frá gjöfum sínum til kvótagreifa og auðgreifa. Nota þá tugi milljarða til að bæta stöðu Landspítalans og aðra velferð í landinu. Hækka þarf laun lækna verulega, einnig annars starfsfólks í heilsu og annarri velferð. Kaupa fullt af tækjum. Peningarnir fást í auðlindarentu, auðlegðarskatti og í vaski á ferðaþjónustu. Ríkisstjórnin þarf að falla frá vitlausum fjárlögum og taka upp frumvarp fyrri ríkisstjórnar. Það gerði ráð fyrir óbreyttri heilsu og velferð. Svo verður ríkisstjórnin að falla frá rugluðu lýðskrumi Sigmundar Davíðs um tékka í pósti til helztu sukkaranna.