Blaðri forsætis um Samstöðu, er hann að biðja um Hlýðni. Tali heilsuráðherra um Hagræðingu, á hann við Niðurskurð. Segi Vigdís Hauksdóttir Strax, meinar hún Einhverntíma-kannski. Ekki eru nýir valdhafar samstíga í orðaleikjunum. Það sem fjármála kallar Fjárlög, kallar forsætis Hugmyndir. Það sem forsætis kallar Loforð, kallar fjármála Vangaveltur. Ævinlega eru þeir þó sammála um, að Allt-fyrir-aumingja þýði Allt-fyrir-auðjöfra og Ekkert-fyrir-aumingja. Þjóðin þarf að fá orðabók frá almannatenglum og blaðurfulltrúum í þessu nýja tungumáli svikulla lýðskrumara. Orð nýju valdhafanna eru afar teygjanleg.