Eftir hrun skuldar ríkið 1500 milljarða, þar af 1200 vegna hruns. Áður var komin 300 milljarða skuld. Gjaldþrot Seðlabankans kostaði 170 milljarða og gjaldþrot viðskiptabanka kostaði 250 milljarða. 390 milljarðar fóru í nýjan gjaldeyrissjóð til að styðja ónýta krónu. Tap ríkisins í fimm ár kostaði 400 milljarða. Stafar af, að ríkið á ekki fyrir vöxtum af þessum skuldum. Tapar í vaxtagreiðslur 80-90 milljörðum á ári, heilum hátæknispítala á hverju ári. Því var fráleitt að lina auðlindarentu, auðlegðarskatt og ferðaþjónustuvask. Jafn fráleitt er að gæla við að ríkið fari að senda fólki tékka í pósti.