Um langan aldur hefur Istanbul verið borg fólks, sem trúir meira á Mammon en Allah. Þar er kaupsýsla Tyrklands og þar velta peningarnir. Áratugum saman hafa trúaðir sveitamenn flúið fátæktina til borgarinnar. Sumir hafa álnast þar og tekið upp evrópska siði. Aðrir lifa í sárri fátækt og leita trausts í gömlu trúnni. Á götunum ægir öllu saman, tízkuklæðum frá París og svörtum andlitsslæðum. Þeim svörtu hefur fjölgað á þeim aldarfjórðungi, sem ég þekki til. Íslamistaflokkur Tayyip Erdogan náði meirihluta í heimsborginni, en er enn tiltölulega hófsamur. Þarna getur friðurinn þó sprungið fyrirvaralítið.