Ein ríkasta þjóð heims hímir við dapran kost við Dumbshaf, því hún er svo dauf, að hún getur ekki varizt. Skipulega er búið að skuldsetja fólk og ríki upp í rjáfur. Allur arður auðlindanna rennur til greifa, sem sáldra engum brauðmolum til aumingja. Auðurinn rennur til aflandseyja, hverfur að mestu, en brot kemur til baka á vildarkjörum. Kvótagreifar þykjast eiga veiðirétt og komast upp með það. Allir greifar stunda skapandi bókhald, sem færir fé milli fyrirtækja og milli landa. Aumingjarnir horfa upp á þetta. Kjósa samt umba greifanna til að stjórna landinu í þágu greifa. Svei ykkur aumingjunum.