Ónýt hliðvarzla

Fjölmiðlun

Cardiff-skýrslan um stöðu fjölmiðlunar sýnir, að staðfestingar hafa að mestu fallið niður. Beztu fjölmiðlar Bretlands lifa á óstaðfestum fréttum Press Association og Reuters, sem síðan eru óstaðfestar af miðlunum. Mikið af restinni er PR almannatengla og blaðurfulltrúa. 18% fréttaefnis beztu miðla er eigin vinna. Fréttastofur eru orðnar að verksmiðjum. Journalism er orðið að Churnalism. Starfsfólki hefur fækkað um helming og afkastakröfur hafa þrefaldazt. Engin tíð er lengur til staðfestinga. Í Bretlandi eru fleiri PR-menn en blaðamenn. Fréttamagnið hefur aukizt, en traustið bilað. Staðan er heldur skárri hér.