Suðupottur í Miklagarði

Punktar

Sveitavargurinn í Tyrklandi flýr sult og seyru landsbyggðar til Miklagarðs. Þar efnast margir, linast í trúnni og fara að dýrka Mammon eins og aðrir vestrænir. Mústafa Kemal Tyrkjafaðir vildi að Tyrkir tækju upp evrópska siði og menningu. Mikligarður varð aftur evrópsk borg 1930-2000. Sumir aðkomumenn vildu hins vegar ekki evrópuvæðast, héldu fast í fortíðina. Urðu kaþólskari en páfinn! Leita forskrifta til arabískra wahabíta úr eyðimörkinni. Til urðu hverfi ofsatrúarfólks, sem hafnar vestrænum gildum. Þróun menningar og siða í Miklagarði liggur því í tvær áttir í senn, fram á við og aftur í tímann.