Nokkrum sinnum birtast þættir í spjalli innvígðra um samningana við Evrópu. Það sérkennilega við þessa búta er, að þeir snúast um efni, sem er enn lokað fyrir almenningi. Fólk hefur ekki fengið tækifæri til að sjá, á hvaða stigi Evrópusamningarnir voru. Getur því ekki haft skoðun á málsefninu. Að vísu hefur birtingu verið lofað, en þessi ríkisstjórn lofar svo mörgu. Dæmigert fyrir lokað og leyndó stjórnkerfi. Ríkisstjórnin og eigendur hennar í útgerð á kvóta spjalla opinberlega um, hvernig beri að túlka orð stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Betra þætti mér að hafa heimildirnar sjálfar til að lesa.