Rán aldarinnar er í uppsiglingu. Ríkisstjórnin undirbýr lagafrumvarp um að afhenda kvótagreifum nýtingarétt á þjóðarauðlindinni í aldarfjórðung. Heilan aldarfjórðung. Þá fellur niður möguleikinn á að bjóða út kvótann á frjálsum markaði og fá markaðsverð fyrir hann. Fáum ekki fé í Landspítalann með því. Mesti fleinn, sem ríkisstjórnin getur rekið í þjóðina á öllu kjörtímabilinu. Bindur hendur annarra ríkisstjórna um fyrirsjáanlega framtíð. Gegn því dugir tæpast nokkuð annað en bylting. Við þurfum að reka bófana burt. Fávitarnir, sem kusu bófaflokkanna tvo, eru líka bófar og mega gjarna fara af vettvangi.