Fjölþjóðlegar þýðingarvélar halda innreið sína. Google hefur forustu með Google Translate. Hún virkar sæmilega milli þekktra tungumála. En erfitt hefur reynzt að þýða af og á íslenzku. Við sjáum það af þessum skemmtilegu Nígeríubréfum, sem við fáum í tölvupósti. Mikilvægt er, að tækni þýðinganna batni hratt og að íslenzka fylgi með í þróuninni. Fyrir framtíð tungunnar er mikilvægt að hún standi jafnfætis öðrum tungum. Hún gerir það í lyklaborðum hefðbundinna tölva og fartölva, en ekki á jafn traustan hátt í snjallsímum og spjaldtölvum. Þegar vélþýðingar fara að renna lipurt, er framtíðin trygg.