Forusta stjórnarandstöðuflokkanna hefur takmarkaða sýn á hlutverk sitt í tilverunni. Virðist halda, að það felist í ræðum á Alþingi. Þegar þing sé í fríi, geti hún legið uppi í rúmi. Lífið er ekki svona, það fer fram utan Alþingis. Ríkisstjórnin er orðin hálfs árs, án þess að Alþingi hafi komið neitt við sögu. Sýnileg forusta Samfylkingarinnar er komin í hendur Stefáns Ólafssonar, sem bloggar hraustlega af viti. Og sýnileg forusta Vinstri grænna er komin í hendur Björns Vals Gíslasonar, sem kann að halda á penna í skörpu bloggi. Á 21. öld er of seint að nota hraða haustskipa og landpósta.