Í fyrsta sunnudagsþætti sínum byrjaði Gísli Marteinn Baldursson á að hæðast að hraunavinum, sem reyndu að verja Gálgahraun. Síðan rann hann á hefðbundið hliðarspor að ræða, að hraunið héti bara Garðahraun. Í þættinum notaði hann sjaldséð orðaval, sem einkennir nokkra Hannesar-ista. Til dæmis kallaði hann hrunið “svokallað”, ríkissjóð kallaði hann “hít”. Og “óeirðir” var orð hans um búsáhaldabyltinguna. Í bloggi líkti Þráinn Bertelsson honum skarplega við kettling. Rétt lýsing á feninu, er Gísli Marteinn hefur álpast út í. Virðist lítt hafa fullorðnast á útlegð sinni erlendis á kostnað “hítar” borgarinnar.