Aumingjar fengu eftirgjafir á skuldum í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Þeir fá ekki meiri eftirgjafir í tíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Draumar hans eru miðaðar við svonefnda efri millistétt. Við þá, sem byggðu eða keyptu 400 fermetra íbúð upp í skuld. Við frekjudallana, sem Sigmundur Davíð og Frosti þekkja. Aumingjarnir vinafáu geta hætt að bíða eftir vinningnum, hann kemur aldrei. SDG talaði bara svo fyrir kosningar, en það var blekking. Atkvæðin komin í hús og brátt kemur kaldur veruleikinn í ljós. Ríkisstjórnin er ekki smíðuð fyrir aumingja, hún er fyrir auðmenn, sem eiga oft bágt af græðgi.