Mjög dró úr dálæti Hannesar Hólmsteins á Milton Friedman og Friedrich Hayek, þegar Davíð valdi einkavinavæðinguna. Nú fylgir Hannes ofurmennakenningu Ayn Rand. Samkvæmt henni eru auðmenn ofurmenni, sem framleiða þjóðarauð. Hér á landi hefur auður samt nánast eingöngu orðið til með fyrirgreiðslu ríkisins. Einkum með einkavinavæðingu, gengislækkunum og forgangi að kvótum og annarri skömmtun ríkisins. Almennt gildir, að nærri allur auður á Íslandi hafi orðið til með einhvers konar samsæri um þjófnað. Auðmenn eru yfirleitt afætur á dugnaði ofvirkrar þjóðar, sem elskar þrældóm og hafnar pólitískum þroska.