Vikur verða að árum

Punktar

Sigmundur Davíð segir nú, að nokkur ár geti liðið að samningi við kröfuhafa föllnu bankanna. Þýðir væntanlega, að fyrirhugaður ránsfengur ríkisvaldsins komi ekki fyrr en eftir nokkur ár. Skjólstæðingar SDG fái því ekki tékkann í pósti fyrr en eftir nokkur ár. Þessi rökleiðsla gildir að vísu ekki um orð Sigmundar Davíðs. Eru ekki í innra samhengi, því hann segir það, sem hentar honum hverju sinni. Án tillits til þess, sem hann sagði áður eða segir næst. Er byrjaður að slá á væntingarnar, sem hann vakti, er hann sagðist vera að setja heimsmet í skuldbreytingum. Þá átti að sigra kröfuhafa sumarið 2013.