Lífræn ræktun er vinsæl í Evrópu, en skrimtir hér. Nær allur landbúnaðurinn stenzt ekki kröfur. Bændasamtökin hafna lífrænni vottun og reka eigin vottun í garðyrkju. Það jafngildir óbreyttu ástandi. Nokkrir aðilar hafa lífræna vottun á undanþágu. Hún er veitt, þegar lífræn ræktun er að hefjast. Nú er undanþágutímanum lokið og þessir aðilar missa vottun. Vandinn er, að ekki má nota hænsnaskít frá ólífrænni hænsnarækt og hún er hér nánast engin. Þannig verða ýmis atriði að haldast í hendur. Slíkt ástand kallar á forustu og stuðning Bændasamtakanna. En þar hafa menn aldrei skilið lífræna ræktun.