Veður um með verkfræðingum

Punktar

Í gamla daga fólust ákvarðanir um orkuver í að verkfræðingar og virkjanamenn fóru um landið og sögðu: Hér skal virkjað. Var kallað faglegt ferli. Síðustu áratugi byrja menn svo að átta sig á, að önnur atriði koma við sögu, svo sem náttúruvernd og ferðaþjónusta. Verkfræðingar eiga afar erfitt með að fatta gildi slíkra þátta. Nú á tímum felst faglegt ferli í breiðri skoðun, sem nær langt út fyrir verkfræði. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra hefur ekki fattað það. Kallar það faglegt ferli að vaða um með verkfræðingum og úskurða orkuver úr biðflokki í nýtingarflokk. Gamaldags gerræði bófanna.