Litprentaðir bæklingar prófkjörsmanna Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi eru farnir að berast. Var að fletta einum frá efnilegum pólitíkus. Magnús Örn fjallar í kannski 260 orðum um plön sín. Vill vera góður við börnin og gamla fólkið. Hvergi er neinu áþreifanlegu lofað, ekki einu sinni lækkun útsvars, sem er góðs viti. Aðeins lofar frambjóðandinn að vinna að lægra útsvari. Maðurinn er með öllu án skilgreindra og áþreifanlegra markmiða, sem hlýtur að henta Flokknum vel. Samt er hann ekki einu sinni lagatæknir, starfar þó sem banskster, sem er næsti bær við. Sækir þó ekki hærra en í fjórða sætið.