Vonin blífur

Punktar

Fjórflokkurinn er ekki allur eins, bara misvondur. Sumir eru bófaflokkar, en aðrir eru blanda bófa og bjána. Lýðræði er ekki einskis virði, þótt flestir kjósendur kunni ekki með að fara. Hugsun almannatengla er miklu skarpari en hugsun almennings. Lýðræði er að breytast í auðræði, fyrst í Bandaríkjunum, síðan annars staðar. Bófaflokkar fjármála velja, hverjir fara í framboð og hvernig þeir eru kostaðir. Í Bandaríkjunum eru allir pólitíkusar á framfæri bófa. Hér eru stjórnarflokkarnir á framfæri bófa, einkum kvótagreifa. Sem hafa áhrif inn í tvo aðra flokka. Samt er hér enn lýðræði, því blífur vonin.