Aðvörunarljós kvikna, þegar Ísland er komið upp í þrettánda sæti á gæðalista Alþjóðabankans yfir auðveld viðskipti. Einn mælikvarða hans á viðskiptahæfni ríkja er, hversu auðvelt sé að ráða og reka starfsfólk. Mælikvarði á eymd og volæði stéttarfélaga, sem orðin eru varðhundar auðs og forgangs. Markmið bankans og aðila íslenzka vinnumarkaðarins vinna gegn hagsmunum fólks. Þvert á móti þurfum við að torvelda brottrekstur starfsfólks. Að gera meiri kröfur til atvinnurekenda um að vernda starfsfólk fyrir hremmingum stjórnlausrar græðgi fjármálaheims. Hrunið átti að vera endastöð á helreið auðhyggjunnar.