Sigmundur Davíð lýgur ævinlega, þegar hann opnar munninn. Nú er það kenning hans um, að staða ríkissjóðs sé verri en ætlað var. “Horfurnar hvað varðar rekstur ríkisins eru töluvert lakari að óbreyttu en lesa mátti úr nýjustu spám” sagði hann í júní. Í ljós er komið, að staðan var þá í raun töluvert betri en áætlað var. Hann hefði því ekki þurft að hrinda Landsspítalanum fram af brúninni. Þótt hann hafi hangið á að gefa kvótagreifum og auðgreifum eftir skatttekjur upp á tugi milljarða. SDG lifir í draumum, þar sem hann nær í þúsund milljarða til Noregs og nýjan gjaldmiðil til Kanada. Veruleiki er honum víðs fjarri.