Fór víða í gamla daga, en vildi aldrei til Sovétríkjanna. Óttaðist ríki, sem gat handtekið ferðamenn á skálduðum forsendum. Fór svo til Rússlands, þegar kerfið hrundi og Jeltsín komst til valda. Til Bandaríkjanna hætti ég að fara fyrir nokkrum árum, þegar meðferð ferðamanna komst þar í ógöngur. Nú hef ég líka sett Bretland í sóttkví. Þar er risinn fasismi hjá löggunni. Handtekur fólk á Heathrow fyrir að hafa flaggað pólitískri skoðun. Bretland er komið í flokk með Bandaríkjunum sem arftaki Sovétríkjanna. Ég fer þá heldur til jaðarlanda lýðræðis, svo sem Tyrklands, þar sem fólk fær þó að vera í friði.