Hrunverjar fíflast

Punktar

Síðustu daga hafa hrunverjar fíflast í Héraðsdómi. Ólafur Ólafsson telur það vera vettvang fyrir skrípalæti. Fékk bara óvart þrettán milljarða. Skammast út í saksóknara og neitar að svara spurningum. Hreiðar Már flissar undir yfirheyrslum. Sama er að segja um verjendur Björgólfs Thors í öðru máli og ýmis vitni. Neita að svara spurningum og hafa uppi ólíkindalæti. Sumpart til að tefja mál og fella þau á tíma. Hanga í formsatriðum og neita að fjalla um málsefnin. Dómurum virðist ókleift að halda uppi röð og reglu í dómsal. Enda er ljóst, að almennt telja hrunverjar sig hátt hafna yfir lög og rétt.