Hefð gæsalappa er misjöfn eftir löndum. Engilsaxnesk hefð er önnur en þýzk og frönsk er enn önnur. Íslenzkar gæsalappir eru sér á parti og til skamms tíma erfiðar í umgengni á tölvum. Loksins eftir dúk og disk hef ég nú lært að setja réttar íslenzkar gæsalappir án flókinni aðgerða. „Svona“. Biðst forláts að hafa of lengi látið amerískar gæsalappir yfir mig og ykkur ganga. Framvegis verða kórréttar gæsalappir í texta mínum. Hefðir eru til að halda þær, ekki til að hlaupa eftir meintum þægindum frá útlandinu. Mun auðvitað líka halda mig við z-una, sem er frábær stafur án undantekninga frá reglum.